NOR – Miðsumarmót 2014 – kænur
14. júní 2014
Haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey
TILKYNNING UM KEPPNI OG SKRÁNING
1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a) Kappsiglingareglum ISAF 2013 til 2017
b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins
2. Auglýsingar
Auglýsingar eru leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóðakappsiglingareglunum.
3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Optimist
- Laser standard
- Laser radial
- Laser 4,7
- Topper Topaz
- Opnum flokki fyrir aðrar kænur en Optimist og verður þar keppt eftir forgjöfum sem samþykktar hafa verið af SÍL
Flokkar geta breyst samkvæmt ákvörðun keppnisstjórnar og verður þá tilkynnt fyrir skipstjórafund. Allar kænur skulu bera seglanúmer samkvæmt reglum SÍL.
4. Skráning
Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 24:00 fimmtudaginn 12. júní með athugasemdum við viðkomandi frétt á www.brokey.is eða með tölvupósti á skraning@brokey.is. Taka þarf fram nafn keppenda, seglanúmer báts, bátstegund, félag sem keppt er fyrir og flokk. Þó er hægt er að skrá allt fram að skipstjórafundi, en þá hækkar þátttökugjald. Greiða má þátttökugjald inn á reikning 516-26-11609 Kt: 681174-0449 og senda tilkynningu á skraning@brokey.is eða greiða á staðnum.
5. Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern keppanda er kr. 2.500. Gjaldið hækkar í kr. 3.000 ef skráning berst eftir kl 24:00 fimmtudaginn 12. júní.
6. Tímaáætlun
Laugardagur 14. júní
- Móttaka þátttökugjalds kl. 08:30 til kl. 09:00
- Skipstjórafundur kl. 09:00
- Start er áætlað kl. 10:15 (sjá keppnisfyrirmæli)
- Áætlað er að sigldar verði tvær umferðir og svo 20 mín í nestispásu út á sjó (ekki innifalið). Ein til tvær umferðir verða svo sigldar eftir nestispásu.
- Eftir keppni verður svo verðlaunaafhending og grillveisla í aðstöðu Brokeyjar við Ingólfsgarð (við Hörpu) og er hún að sjálfsögðu innifalin í keppnisgjaldi.
- Við mælum með að siglarar taki með sér drykki og nesti því það er ekki innifalið í keppnisgjaldinu
Annað. Sturtuaðstaðan er mjög lélag á Ingólfsgarði, (einungis ein sturta) og því ljóst að einhverjir þurfa að nota aðstöðuna í Nauthólsvík eftir keppni.
7. Kappsiglingafyrirmæli
Kappsiglingafyrirmæli verða afhent lau. 14 júní kl. 09:00.
8. Keppnissvæði
Keppt verður á Rauðarárvíkinni, fyrir framan Sæbrautina og Sólfarið.
9. Keppnisbraut
Keppnisbrautir verða kynntar á skipstjórnarfundi. Sigld verður ein umferð.
10. Stigakerfi
- Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum
- Ef kepptar verða þrjár eða færri umferðir, reiknast allar til stiga, verði sigldar fleiri umferðir kastar hver keppandi sinni lökustu keppni
11. Sjósetning báta
Möguleiki er að sjósetja bátana inn í höfninni en einnig er hægt að bera þá niður nýjan landgang og sjósetja af flotbryggju.
12. Samskipti
Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 6 til samskipta.
13. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.
14. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
15. Tryggingar
Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.
16. Verðlaunaafhending
Verðlaun verða afhent strax eftir lok keppni í félagsheimili Brokeyjar.
17. Veitingar
Eftir verðlaunaafhendingu verður boðið upp veitingar í félagsheimili Brokeyjar.
18. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar veitir Jón Pétur Friðriksson í síma 694 2314 eða með tölvupósti á jp.fridriksson@gmail.com
Brokey – Siglingafélag Reykjavíkur
Ingólfsgarði, 101 Reykjavík
Sími: 552 8272
Þarf maður að vera með talstöð á kænu til að hafa samband við keppnisstjórn.??
Þurfa alla kænur að vera með tryggingabréf (gilda ábyrgðartryggingu)???
Er ásættanlegt að vera ekki með ramp í móti til að sjósetja báta ??
Hvernig væri að fólk færi að skrá sig.
Skráning fyrir gunna #one
Bátur 29er
félag: ýmir
seglanúmer: ISL 950
Áhöfn
Aðalsteinn Jens Loftsson og Eyþór P. Aðalsteinsson
Það er ekkert í tilkynningunni hér að ofan sem skikkar þátttakendur til að nota talstöð. Hins vegar er alveg skýrt að ekki er heimilt að hafa „samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum“.
Það er rampur við Vesturbugt, við Slippinn (aðkoma frá vestri). Faxaflóaflóahafnir hafa veitt okkur fulla heimild til að nota rampinn eins og við þurfum. Þeir sem kjósa að nota rampinn frekar en að sjósetja af nýju flotbrygjunni gera það sjálfsögðu eins og þeim hentar.
Bátur: 29er
Félag: Brokey
Seglanúmer: ISL 133
Áhöfn: Gunnar Hlynur Úlfarsson og Gunnar Kristinn Óskarsson
Bátur:Optimist
Seglanúmer: isl 158
Keppandi: Andrès nói Arnarsson