NOR-Tilkynning um þáttöku og síðar Skráning

/ júní 23, 2009

TILKYNNING UM KEPPNI / NOTICE OF RACE
 
Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey tilkynnir hér með:
KAPPSIGLINGU Á MILLI FAXAFLÓAHAFNA (með nýju og vonandi skemmtilegra fyrirkomulagi)

Verður haldin dagana 26 til 28. júní 2009 klukkan 17:00 til 17:30 samkvæmt yfirliti.

Keppendum er góðfúslega bent á að tilkynning um þátttöku til undirbúningsaðila keppni er ekki það sama og skráning. Keppendur skulu vera búnir að tilkynna þátttöku, sem síðan er hægt að hætta við, í síðasta lagi á fimmtudaginn 25. júní kl 22:00. Blaði með skráningu báts, áhafnarlista og keppnisgjald greitt með peningum, SKAL vera búið að skila klukkustund fyrir ræsingu fyrstu keppni. EKKI ER TEKIÐ VIÐ SKRÁNINGUM EFTIR ÞANN TÍMA ÁN AUKAGJALDS.

Það er full ástæða til að skamma keppendur fyrir slóðaskap og tillitsleysi við keppnisstjórn sem hefur nóg annað að gera síðasta klukkutímann fyrir keppni en að vera að taka við skráningum og gefa upplýsingar til aðila sem mættu of seint á keppnisstjórafund og til skráningar. Í undanförnum keppnum hafa fyrstu keppendur verið að byrja að ganga frá skráningum tíu mínútum fyrir fund og sumir verið að mæta á staðinn löngu eftir að skipsstjórafundi lýkur.

FUNDURINN ER KLUKKUSTUND FYRIR KEPPNI EINS OG ALLTAF. ÞÁ Á SKRÁNINGU AÐ VERA LOKIÐ. KEPPNISSTJÓRN ER EKKI TIL VIÐRÆÐU EFTIR ÞANN TÍMA. Það er ekki flókið að senda einn mann, til dæmis skipstjórann, til að skrá og sitja fundinn.

Tekið er við skráningum eftir að mótið hefst gegn tíu þúsund króna auka gjaldi.

Einnig eru keppendur ámynntir um að skila undirrituðu gildu IRC skírteini með skráningu í keppnina.



1 REGLUR
1.1 Í mótinu gilda Kappsiglingareglur ISAF The Racing Rules of Sailing.
1.2 Í mótinu gilda einnig Kappsiglingafyrirmæli Siglingasambands Íslands
1.3 Einnig gilda reglur ÍSÍ, reglur um búnað, lyf og reglur IRC.
1.4 Engar breytingar á reglum aðrar en þær sem hér hafa verið taldar, sem nauðsinlegt er að vita af fyrir fram verða gerðar. Breytingar birtast í kappsiglingafyrirmælum.
1.5 Ef íslenskar og enskar reglur stangast á þá glidir enska útgáfan. If there is a conflict between languages the English text will take precedence.
1.6 Keppnin er opin fyrir alla báta sem eru með gilt IRC skírteini.

2 Auglýsingar
2.1 Um auglýsingar gilda samþykktir og reglur Siglingasambands Íslands.
2.2 Keppendum getur verið gert að bera auglýsingar á bát eða búnaði.

3 Þátttökuréttur og keppnisgjöld
3.1 Keppnin er opin þeim sem taldir eru upp í 1.6.
3.2 Keppnisgjald er lágmark 2000,-kr. á kjölbát en við bætast 1000,-kr. á mann umfram tvo. 5000,-kr. aukagjald bætist við skráningu báts sem ekki hefur tilkynnt þátttöku tímanlega.
3.3 Tilkynning um þátttöku fari fram á heimasíðu brokey.is (hér fyrir neðan).
3.4 Ganga skal frá endanlegri skráningu bát og áhafnar fyrir skipsstjórafund sem er klukkustund fyrir keppni. Hægt er að ganga frá skráningu á heimasíðunni og afhenda keppnisstjórn keppnisgjald og IRC forgjafarskírteini og telst þá skráningu lokið.

4 Keppnisbrautir
4.1 Fyrsta braut, sem áætlað er að sigla á föstudag, er svokallaður Sprettur. Siglt er stystu leið frá Reykjavík til Akraness. Nákvæm lýsing á keppnisbraut fer fram í félagsaðstöðu á Ingólfsgarði á skipssjtórafundi. Þessu getur verið breytt í kappsiglingafyrirmælum.
4.2 Önnur braut, sem áætlað er að sigla á laugardag, er svokölluð Faxaflóahafnir. Siglt er til sem flestra hafna sem tilheyra Faxaflóahöfnum á leið til baka til Reykjavíkur. Reynt verður með ýmsum afbrigðum og uppákomum, að gera þennan hluta keppninnar fjölbreyttari og skemmtilegri en almennt gengur og gerist í siglingakeppnum. Því verður nánar lýst á keppnisstjórafundi.

5 Áætlun
Skipsstjórafundur er klukkan 16:00,  Fyrsta ræsing er klukkan 17:00, aðrar ræsingar fljótlega á eftir samkvæmt upplýsingum á skipsstjórafundi.

(a) Keppni getur verið felld niður eða frestað til annars dags samkvæmt ákvörðun keppnisstjórnar.

(b) Tímasetningar geta breyst og eru tilkynntar á skipsstjórafundi.

6 Mælingar
6.1 Kjölbátar skulu skila gildu IRC skírteini til keppnisstjórnar.
6.2 Taka má báta til mælinga bæði fyrir og eftir keppni.

7 Kappsiglingafyrirmæli
7.1 Kappsiglingafyrirmæli verða afhent á undan eða á skipsstjórafundi.

8 KEPPNISSVÆÐI
 Keppnissvæðið nær til allra hafna sem tilheyra Faxaflóahöfnum og um allan Faxaflóa ásamt innfjörðum hans.

9 KEPPNISBRAUTIR
9.1 Keppnisstjórn tilkynnir á skipsstjórafundi hvaða leið skuli sigla og fyrir hvaða merki skuli farið.

9.2 Keppnisbrautin er teiknuð á kort í félagsaðstöðu. Það er á ábyrgð hvers báts að afla sér upplýsinga um brautina.

10 STIGAGJÖF
10.1 Notað verður lágstigakerfi samkvæmt Viðauka A.
10.2 Falli stig jöfn þá sker árangur í Faxaflóahafnarkeppninni úr um úrslitin og gildir meira.

11 BÚNAÐAR OG MÆLINGASKOÐUN
Skoða má bát eða búnað hvenær sem til að sannreyna að hann standist IRC mælingu og kappsiglingafyrirmæli.

12 FJARSKIPTI
Bátur skal ekki eiga talstöðvarsamskipti meðan á keppni stendur önnur en þau sem heyra má í öllum bátum. Þetta á einnig við um farsíma. Keppnisstjórn getur þó og má koma upplýsingum til báta um breytingar á braut, frestun eða aflýsingu keppna. Notuð er rás VHF rás 6.

13 VERÐLAUN
Verðlaun verða gefin fyrir:

Fyrsta til þriðja sæti heildar úrslita útreiknað samkvæmt IRC. Fyrir hvora keppni fyrir sig og samanlögð heildarúrslit.

14 ÁBYRGÐ
Þátttakendur taka þátt í mótinu algerlega á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna tjóns eða líkamsskaða eða dauða í tengslum við, á undan, eða eftir eða meðan á keppni eða mótinu stendur.

15 TRYGGINGAR
Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.

Skráið hér fyrir neðan:

TILKYNNING um þátttöku:

Nafn báts og um það bil fjöldi í áhöfn.

SKRÁNING ef skráiningin er framkvæmd hér fyrir neðan:

Nafn báts, Símanúmer um borð sem svarað verður í, Seglanúmer, Forgjöf, Skipsstjóri og nöfn allra áhafnarmeðlima.

Skilið svo til keppnisstjórnar, FYRIR skipsstjórafund: 1000,- kr fyrir hvern keppanda (helst í seðlum) og IRC skírteini undirrituðu.  (Blaði með skráningarupplýsingum ef þessi síða hér er ekki notuð).

Share this Post