Not so nice

/ mars 14, 2008

{mosimage}Sydney Hobart keppnin 1998 mun líklega seint gleymast. 115 skútur hófu keppni á annan í jólum. Þetta er eitt af glæsilegustu störtum í heiminum, fyrir framan frægustu byggingu í heimi, Óperuhöllina í Sydney, freyðandi sjór, fullt af skútum, þyrlum og bátum til að óska siglurunum gæfuríkrar ferðar. Vindur var góður og straumarnir með siglurunum. Útlit var fyrir að sett yrði met. En skyndilega brast á með fárviðri upp á 70 hnúta. Fimm skútur sukku og 6 siglarar létu lífið. Áður en varði snérist keppnin upp í martröð. Aðeins 44 skútur luku keppni.
National Geographic gerði heimildarmynd um þessa afdrifaríku keppni. Myndin ber heitið Hell on High Water og er frá National Geographic. Myndin er hér í fimm 10 mínútna bútum, samtals 50 mínútum vel varið. (Smellið á Read on).



SitCrit – Hell on High Water 1/5

SitCrit – Hell on High Water 2/5

SitCrit – Hell on High Water 3/5

SitCrit – Hell on High Water 4/5

SitCrit – Hell on High Water 5/5

Share this Post