Nú er það rautt…

/ maí 7, 2007

{mosimage}


Undirbúningur liða fyrir næstu VOR-keppni (Volvo Ocean Race 2008-2009) er þegar hafinn. Puma-liðið er á fullu að æfa. Puma er, eins og flestir vita, íþróttavörumerki og er báturinn skreyttur í samræmi við það. Báturinn er eins og íþróttaskór, reyndar reimalaus sem kann nú kannski ekki góðri lukku að stýra. SJÁ FLEIRI MYNDIR HÉR

Seglin eru einnig rauð. Þetta er greinilega tískuliturinn í ár, því við hér á skerinu ættum líka að sjá rautt, því áhöfnin á Bestunni (eða hvað hún heitir nú?) tók áskorun um að nota rauða seglið í öllum keppnum í sumar. Rauða seglið er meira krúsing-segl og var keypt vegna töku sjónvarpsauglýsingar. Það má líka velta því fyrir sér hvort þetta sé ekki Glitnis-rauður og Besta muni heita Glitnir í sumar? Hvort þeir eigi eftir að snýta keppinautunum á krúsingseglinu og fullkomna niðurlægingu okkar hinna á eftir að koma í ljós. Svo má líka velta fyrir sér hvort Ögrun ætti ekki að nota rauð segl til að vera verulega smart og tolla í tískunni.

Share this Post