Nú mega þessir líka fara í sitt stæði

/ júlí 22, 2011

Athugið að nýju 10m fingurnir eru ekki tilbúnir. Það er smá vesen að festa þá og það þarf að taka þá af aftur. Það verður gert á mánudag.

Þessir bátar meiga núna fara í sitt stæði: Músin, Marín, Flóin, Sæstjarnan, Stjarnan, Ögrun, Aquarius, Sigurvon.

Fanney, Æsa, Stína, Mollí, Borgin, Dögun, Urta, Röst, Ásdís, IFM, Nornin, Dúfa, Gúa, Ör, Yrsa, Adda.

Dís, Elín Anna, Lilja, Isis, Xena og Evra, verða að bíða fram á mánudag.

Reyndar meiga allir fara í þau stæði sem eru á endanum á bryggjunni og eru ómerkt á teikningunni. Þau eru óvenju breið fyrir gestaskútur af ýmsum stærðum og gerðum. Þau eru öll tilbúin. Og auðvitað má leggja við trébryggjuna sem er fest við stálþilið.

Já, og það er komið vatn á bryggjuna. En látið renna vel í gegnum slöngurnar, þær eru örugglega eitthvað úldnar eftir veturinn.

Rafmagnið reddast vonandi í næstu viku.

Share this Post