Ný og glæsileg skúta bætist í flotann

/ júlí 8, 2008

Í dag, þriðjudag bættist glæsileg skúta í flotann. Magnús Þór Jónsson á Flónni og bróðir hans Jón Gunnar komu siglandi á glænýrri 36 feta Jeanneau. Þetta er afar fallegur bátur sem vert er að kíkja á. Við óskum þeim bræðrum til lukku.

{mosimage}


Ferðin hófst í Sables d’ Olonne í Frakklandi þar sem skútan var afhent. Siglt var uppeftir til nokkurra staða og komið við á Shilly eyjum og svo í Cork, Dublin, Belfast og nokkrum eyjum ásamt Færeyjum. Allt tók þetta um þrjár vikur. Nú eru þau hingað komin glöð og ánægð, loksins komin í gott veður eftir að hafa siglt í rigningu og fúlveðri alla leiðina meira og minna.

{mosimage}

{mosimage}

Share this Post