Ný stjórn kjörin á aðalfundi félagsins

/ febrúar 1, 2019

Þriðjudaginn 29. janúar var aðalfundur félagsins.

Jón Pétur Friðriksson tók að sér fundarstjórn. Áki Ásgeirsson formaður fór yfir árið í góðri og ýtarlegri skýrslu. Ragnar gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og gerði grein fyrir þeim og voru þeir svo samþykktir.
Það var einn í framboði til formanns og var hann því sjálfkjörin. Það var hinsvegar í fyrsta sinn í langan tíma sem telja þurfti atkvæði um þau fjögur stjórnarsæði því sex voru í framboði. Einungis tveir voru framboði til varamanns og voru þeir sjálfkjörnir. Við fögnum því að sjálfsögðu að vera komin aftur með konu í stjórnina.

Ný stjórn er því:
Formaður
Ólafur Már Ólafsson

Stjórnarmenn:
Arnar Jónsson
Gunnar Haraldsson
Marcel Mendes da Costa
Ragnar Tryggvason

Varamenn
Hulda Lilja Hannesdóttir
Úlfur Hróbjartsson

Share this Post