Stjórnarfundur 5. mars 2019

/ mars 7, 2019

Á stjórnarfundi var eftirfarandi samþykkt

    1. Gjaldskrá rædd og samþykkt (uppfærð á heimasíðu).
    2. Kaup á nýjum Öryggisbát af gerðinni VSR 5,4 (eins og við erum með). Það er nauðsynlegt að auka öryggi þeirra sem eru að stunda æfingar í kænudeild félagsins í Nauthólsvík. Reykjavíkurborg er einn af styrktaraðilum að þessu verkefni og svo verður sótt í aðra sjóði. Zodiac sem er verið að skipta út mun færast á Ingólfsgarð og verða notaður t.d. sem keppnisstjórabátur á mótum auk þess að vera aðgengilegur við önnur störf á svæðinu.
    3. Stofnun afrekssjóðar, reglugerð samþykkt og verða upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu félagsins innan skamms. Frjáls framlög eru vel þegin í þennan sjóð en hann er í raun aðgengilegur fyrir alla siglara, kænu- og kjölbátasiglara.
    4. Tiltektardagur í Nauthólsvík, dagsetning auglýst síðar.
    5. Kranadagur verður 25. apríl, (sumardagurinn fyrsti) og varadagur 27. apríl. Tímasetning auglýst síðar á facebook og heimasíðu.

Siglingadagskrá 2019 er komin inn á heimasíðuna, sjá hér

VSR 5.4 eru sérstaklega hannaðir af þjálfurum og fólki með mikla reynslu af hönnun báta. Hann  er gríðalega góður og jafnframt mjög stöðugur bátur. Fólk situr hátt í honum, sér vel yfir og hann tekur öldur vel. Sjá nánar um VSR bátinn hér: http://www.vsrlab.com/

 

Share this Post