Nýsjálendingar

/ janúar 11, 2008

{mosimage}

Andlát Sir Edmund Hillary leiðir hugann að öðrum Nýsjálendingi, siglaranum Sir Peter Blake (1948-2001).

Peter vann allar stærstu keppnir siglinganna. Árið 1989 vann hann Whitbread Round the World Race (nú Volvo Ocean Race)…


Tvisvar leiddi hann Nýsjálendinga til sigurs í Americas Cup. Árið 1994 sigldi hann umhverfis hnöttinn á fjölbolungi sínum, Enza. Hann setti að sjálfsögðu met og hlaut Jules Verne-bikarinn. Það tók hann 74 daga og 22 stundir, litlu meira en núverandi met Ellenar MacArthur (71 dagur og 14 stundir).

Peter Blake var aðlaður af bresku krúnunni árið 1995. Hann helgaði sig umhverfisvernd síðustu ár ævi sinnar. Þeir sem þekktu hann sögðu hann vera ósérhlífinn og mikinn öðling.

Peter Blake var drepinn af sjóræningjum 6. desember árið 2001.

Share this Post