Nýtt heimsmet
Franck Cammas og Groupama-liðið settu í gær nýtt heimsmet í siglingu umhverfis jörðina þegar þríbytnan fór yfir línuna milli Créach-vitans á Ushant og Lizard Point í Cornwall klukkan tuttugu mínútur í tíu í gærkvöldi. Þar með hafa þeir lokið hnattferðinni á 48 dögum sjö tímum 44 mínútum og 52 sekúndum og bætt fyrra met Bruno Peyron frá 2005 um meira en tvo daga! Keppnin við viðmiðunartíma Peyron var hörð og þeir voru fyrir aftan 22 daga af þessum 48 en náðu þó að setja met í ferð yfir Indlandshaf.
Að minnsta kosti einn bátur hefur tilkynnt að þeir hyggist reyna að slá metið seinna í ár; Pascal Bidégorry á 131 feta þríbytnunni Banque Populaire V sem á núverandi met í siglingu austur yfir Norður-Atlantshafið, met sem Cammas átti áður.
Hægt er að lesa meira um met Groupama á vef liðsins.