Nýtt heimsmet

/ janúar 19, 2008

{mosimage}

Francis Joyon, brjálaði Frakkinn sem við höfum fjallað nokkuð um hér á síðunni setti nýtt heimsmet á miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 20. janúar. Hann er nú fljótasti sólósiglari umhverfis hnöttinn og sló met Ellenar MacArthur, 71 dagur og 14 klst. Nýja met Francis Joyon er 57 dagar og 13 klst. og 34 mínútur, bæting um TVÆR VIKUR!!! Bæting um týpíska sólarlandaferð. Meðalhraði hans þessar 26.400 sjómílur (tæplega 50.000 km) var 19,09 hnútar.


Hann er trúlega feginn að vera kominn aftur að landi, getur loksins tekið upp jólagjafirnar. Hann lagði nefnilega af stað í lok nóvember og er búinn að vera úti á rúmsjó, líka meðan við hin kýldum vambir með góðgæti yfir hátíðirnar og lásum nokkrar jólabækur.


Við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með þetta glæsilega met. Taka má fram að Francis Joyon er engin unglingur þó hann líti kannski þannig á sig. Maðurinn er 51 árs.

Nú verður spennandi að sjá hvað Ellen gerir, eða einhver annar. Það verður erfitt að slá þetta met.


Heimasíða kappans

Share this Post