Ögrun toppar

/ ágúst 21, 2012

 

Það má ýmislegt segja um þennan þriðjudag. Í fyrsta lagi tóku 11 bátar þátt. Það er met þetta sumarið. Í öðru lagi rigndi örlítið, það hefur ekki gerst í sumar. Í þriðja lagi breyttist mjög hæg breytileg átt í algjört logn. Það hefur heldur ekki gerst í sumar. Í fjórða lagi flautaði skip við ankeri á seglskútu. Það hefur trúlega ekki gerst áður við Íslandsstrendur. Skipstjóra Octopus hefur líklega þótt mastur Xenu koma of nálægt þyrluspöðunum á þilfari snekkjunnar og lét áhöfnina á Xenu fá það óþvegið. Í fimmta lagi var alveg frábært að sigla. Það hefur nú verið þannig í allt sumar. Og svo síðast en ekki síst, þá sigraði Ögrun með yfirburðum. Það er alveg sama hvernig það er reiknað, þá á Ögrun þessa keppni með húð og hári. Haft var á orði að áhöfnin hefði toppað á vitlausum tíma. Kannski þarf áhöfnin að slaka oftar á eins og núna eftir Íslandsmót?  —  Úrslit fylgja hér …


 

 

Share this Post