Ólympíuleikar að hefjast

/ júlí 27, 2012

Æfingar í Weymouth - Mynd fengin af vef Ólympíuleikanna www.london2012.com

Nú er spennan að magnast fyrir Ólympíuleikana sem verða settir í London í kvöld. Siglingafólkið er mætt til Weymouth og byrjað að æfa en fyrsta flaut verður í Finn-flokki kl. 12:00 á sunnudag (11:00 að okkar tíma). Bretar eru vongóðir um að Finn-siglarinn Ben Ainslie nái sínu fjórða gulli og bæti þar með met Danans Paul Elvstrøm frá 1960 um eitt silfur (Ainslie vann sín fyrstu silfurverðlaun á Laser í Atlanta 1996, aðeins nítján ára gamall). 

Allt útlit er fyrir að þetta verði síðasta skiptið í bráð sem seglbretti verða grein á Ólympíuleikunum eftir að ISAF tilkynnti um að flugdrekabretti muni koma í þeirra stað á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. 

Hægt er að fylgjast með úrslitum á síðu Ólympíuleikanna. Alþjóða siglingasambandið er líka með eigin síðu helgaða leikunum. Eins má benda á síðu BBC um leikana. Það er spurning hversu mikið af siglingakeppnum ratar inn í dagskrá RÚV, en eflaust verður hægt að sjá eitthvað meira á erlendum íþróttarásum og væri gaman að fá ábendingar um það. 

Share this Post