Opið hús í Nauthólsvík

/ febrúar 7, 2009

Nokkrir siglarar hittust á opna húsinu í Nauthólsvík í morgun. Þrátt fyrir svalann var sitthvað skrafað og skeggrætt yfir heitu kaffi og dvergkleinuhringjum, svo sem um kænudeildina og komandi SÍL-þing.

Samkvæmt spánni verður einhver bið á því að hægt verði að taka snúning á kænunum í Fossvoginum en í staðinn er hægt að taka til hendinni í félagsaðstöðunni. Opnu húsin eru frá 10-12 á hverjum laugardagsmorgni.

Share this Post