Opinn fundur með bryggjunefnd

/ júlí 1, 2011

Bryggjunefnd ætlar að halda opinn fund til að ræða skipulag á flotbryggjum í Reykjavíkurhöfn við Ingólfsgarð.

Staðsetning: Nauthólsvík, allir velkomnir. (Við verðum í Nauthólsvík því það er sama sem ófært út að gámunum).

Klukkan: 20:00 Sunnudaginn 3. júlí.

Nú er allra síðasti séns að hafa skoðun á þessu máli og áríðandi að sem flestir mæti.

Eins og staðan er í dag þá stendur sú ákvörðun að setja bryggjuna eins nærri Hörpu og mögulegt er, með þeim kostum og göllum sem því fylgja (staðsetning A). Bryggjunefndin er á móti þeirri staðsetningu en stjórn félagsins er ekki öll sammála afstöðu bryggjunefndar. Sama staða er uppi hjá höfninni að mismunandi skoðanir eru á málum.

Nú er því rétt að þeir sem hafa hugsað sér að vera við bryggjuna næstu árin komi saman og lýsi sinni skoðun á málinu.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>