Opnunarmót á kænum 2008 Úrslit
Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði hélt Opnunarmót á kænum í dag laugardaginn 17 Maí.
Úrslit urðu þessi:
Opinn flokkur:
1. Helgi Freyr Ólafsson – 2. Hermann Karl Björnsson
Optimist flokkur:
1. Sindri Þór Hannesson – 2. Kristján Daði Ingþórsson
Helgi er úr Siglingafélaginu Ými í Kópavogi en hinir þrír eru úr Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði.
Mótið fór fram á innri höfninni í Hafnarfirði í ágætum vind…
Nokkuð hviðótt var eins og við er að búast þegar vindur stendur af landi á þessum stað. Það var þó gaman að sjá keppendur takast á við þessar flóknu aðstæður og hraði bátanna var oft töluverður.
Eitthvað virðast siglingaklúbbar landisins hafa farið rólega af stað. Enginn kom frá Brokey en þar er þetta starf reyndar á byrjunarreit. Enginn kom heldur frá Nökkva á Akureyri. Sömuleiðis hefði mátt sjá þátttakendur frá öðrum bæjarfélögum landsins. Kannski er eldsneytis og ferðakostnaður farinn að hafa áhrif á þátttöku þeirra sem lengra kom að. Í Ými þurfti að grafa bátana út úr gámum með mikilli fyrirhöfn. En starfsemi félagsins hafði verið troðið í gáma af bæjarstarfsmönnum þegar félagið var flutt í haust. Var lítið hugsað til þess hvað þyrfti að nota og hvað ekki. Einhver smávægileg starfsemi á að verða hjá félaginu í sumar en að mestu leiti mun hún liggja niðri, vegna framvæmda.
Það hefði þó verið eðlilegt að þeir sem ætla sér lengra, til dæmis á smáþjóðaleikana taki þátt í öllum þeim mótum sem þeir mögulega geta. Að ná að æfa sig í keppni í stærri hóp og gegn fjölbreyttum keppendum er nokkuð sem ekki er hægt að æfa annarsstaðar en í keppnum.
BB