Opnunarmót kjölbáta 2012

/ maí 27, 2012

Eins og flestir vita fór Opnunarmót kjölbáta fram um síðustu helgi. Vindur var stífur af suðri, 10–15 m/s. Fjórar áhafnir kepptu og máttu oft hafa sig allar við í rokinu. Fyrsti leggur var lens. Xena og Dögun settu upp belg og fuku niður að Akureyjarrifi. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri og þótti vissara að hafa kunna menn úr áhöfn Dögunar á mynd til sönnunar hve hratt þeir fuku (8–9 hnútar). Það er ekki á hverjum degi sem þeir hafa þetta sjónarhorn á þessa báta. Úrslit má sjá undir „Nánar“.

 

 

 

Share this Post