Oracle Team USA vann Ameríkubikarinn!

/ september 25, 2013

Hvað er hægt að segja … þetta átti ekki að vera hægt, þetta var algjörlega óhugsandi fyrir einni viku síðan. Við óskum Rome Kirby til hamingju með sigurinn, eina bandaríska áhafnarmeðlimnum á Oracle-bátnum eftir að Kostecki var sendur í land og hinum úr liðinu að sjálfsögðu líka, sem flestir eru Nýsjálendingar auk Spithill, bandarísku þjóðhetjunnar áströlsku (pínu flókið, ekki ólíkt aflandseyjakúlulánakennitöluflakki). Hinir Nýsjálendingarnir, á Emirates Team New Zealand snúa heim með sárt ennið. Þá er ljóst að bikarinn verður áfram í Bandaríkjunum og næsta keppni verður haldin þar (nema þeir ákveði annað) og á þeirra forsendum, eftir þrjú ár ef þeim þóknast svo. Þessi keppni var brjáðfjörug og sú jafnasta í 160 ára sögu keppninnar. Útsendingar frá keppninni voru frábærar en helst má gagnrýna reglurammann í kringum keppnishaldið … of lítill vindur … of mikill vindur … vindur ekki alveg nógu mikið úr réttri átt … tíminn liðinn sem leyfði aðra ræsingu … bátarnir ekki nógu snöggir að sigla brautina (þrátt fyrir að vera á 20–30 hnúta hraða!!!) … o.s.fr.
Fjaðrakústurinn er því Dean Barker, skipstjóri Emirates Team New Zealand sem klúðraði dauðafæri í stöðunni 1–8.

Americas_Cup_Sailing.JPEG-0adb8_t607

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>