Pirraður

/ maí 11, 2008

Það verður að segjast eins og er að einmitt núna er fréttaritari pirraður. Í gær var keppni, Opnunarmót kjölbáta. Hvergi er hægt að finna úrslit mótsins, myndir, fréttir eða eitt eða neitt. Það er eins og mótið hafi aldrei farið fram. Gera mótshaldarar sér ekki grein fyrir hversu nauðsinlegt er að senda öll úrslit, fréttir og myndir til fjölmiðla? Hvernig á fólk að vita að þessi íþróttagrein er til ef því er haldið sem vel varðveittu leyndarmáli? Að mínu persónulega mati er eitt stærsta vandamál siglingaíþróttarinnar á Íslandi skortur á kynningu og reyndar skortur á þjálfurum ásamt döpru barna og unglingastarfi. Get ekki gert upp á milli hvort er verra. En að senda ekki frá sér úrslit keppna er óafsakanlegt af mótsstjórn.
BB

Share this Post