Pungapróf

/ júlí 28, 2007

{mosimage}Eitt af verkefnum félagsins er fræðsla. Siglingakennsla og aðstoð fólks við að öðlast ýmiskonar réttindi. Eitt af því sem sumir geta fengið er svokallað pungapróf. Það er atvinnuréttindi til að vera skipsstjóri á bátum sem eru allt að 30 rúmlestir að stærð. Eins og er þá eru þetta einu skipsstjórnarréttindin sem eru í boði fyrir okkur. Viltu vita meira?
Smelltu þá á: Read More

REGLUGERÐ um atvinnuskírteini skipstjórnar- og vélstjórnarmanna.

30 rúmlesta réttindi:
Sá sem hefur setið 30 rúmlesta námskeið og lokið prófum frá viðurkenndum skóla í samræmi við reglugerð sem menntamálaráðuneytið hefur sett um 30 rúmlesta réttindanám, hefur rétt til að vera skipstjóri á skipum 30 rúmlestir og minni í innanlandssiglingum.
Siglingatími: 18 mánuðir háseti á skipi.
(Skírteini A-1)

Nú ef maður er búinn að sigla meira en 18 mánuði og er með pungapróf sem maður tók í grunnskóla, sjómannaskólanum eða hjá benna, þá setur maður þennan texta á blað:

Hér með staðfesta undirritaðir valinkunnir menn að Jón Jónsson uppfyllir skilyrði um siglingatíma samkvæmt Reglugerð um atvinnuskírteini skipstjórnar- og vélstjórnarmanna.

Jón Jónsson hefur verið (og svo telur þú bara upp hvað þú ert búinn að sigla lengi á hinum og þessum fleyjum þannig að siglingatíminn sé yfirdrifinn). Skráðu bara bátsnöfn og skipaskrárnúmer ef þau eru til.

Svo vilja sýslumenn ekki fara að lögum þannig að þú verður að fá fjóra en ekki bara tvo til að skrifa undir. En það er ekkert mál. Þú átt nóg af vinum sem vita hvað þú hefur verið að gera í lífinu.

Svo þarftu læknisvottorð og ferð með þessa pappíra til sýslumanns sem afgreiðir skírteinið fyrir hæfilega þóknun.

Þá fær maður svona:
{mosimage}
Og ef maður tekur nauðsinleg námskeið í Slysavarnarskóla Sjómanna þá getur maður til dæmis verið skipsstjóri á hvalaskoðunarbát eins og ég gerði í sumar. Þegar reglugerðin breytist um áramót þá munu pungaprófin verða enn verðmætari og gilda á stærri skip að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Höfundur:
Baldvin Björgvinsson

Share this Post