Sætar skötur

/ desember 4, 2006

{mosimage}Átta djöflaskötur (Manta Ray) í einni köfun. Ein þeirra minna en þrjá
metra fyrir ofan mann. Fjórir metrar í vænghaf. Og hákarlar og
furðufiskar til að krydda köfunina. Betra gerist það ekki…

 

Þegar maður sér flykkin koma leggst maður á botninn eða utan í kóralvegginn. Þá koma þær oft uppað manni, óhræddar og virðast forvitnar.

Við tímdum ekki að borga 100 dollara á mann í köfunarmiðstöðvunum, svo við töluðum við gaur á bananabát, fiskibát, sem tók 40 dollara á mann. Hann reddaði þaulvönum leiðsögumanni og við lögðum fyrstir af stað, klukkan 06:30. Köfunarmiðsöðvarnar lögðu af stað klukkan 07:00, á 8 bátum med svona 6-8 köfurum á hverjum. Við vorum fyrstir niður og mættum skötunum fljótlega en þær voru á útleið svo sumir hinna hópanna hafa ekki séð neitt. Síðan mættum við helling af fólki, þetta var eins og Laugavegurinn þarna niðri i þrengslunum á snyrtistofu djöflaskatnanna. Litlu fiskarnir sem éta af þeim snýkjudýrin halda þarna til og djöflasköturnar mæta þegar þær vilja láta flykka uppá sig.

Hákarlarnir eru vanir að synda í burtu þegar þeir sjá okkur en í þetta skipti lá einn alveg kyrr þó ekki væru nema 5-7 metrar í hann. Svona tæplega tveggja metra hákarl. Hvort hann var hálfsofandi, eða jafn andaktugur yfir djöflaskötunum eins og ég, veit ég ekki. En þetta eru ótrúlega glæsileg kvikindi.

Kveðjur frá 9 39,8n  138 07,3e  04.12.2006

Magnús Waage

Share this Post