Sandur á og í öllu

/ maí 17, 2009

Eftir suðaustanrokið sem stóð yfir í vikunni er sandur á og í öllu. Rétt er að benda mönnum á að smúla sand af bátnum og úr klemmum og blökkum. Einnig hefur sandurinn sest á hliðar bátanna, á fríholt og þess háttar og virkað eins og mjög grófur slípimassi. Sum staðar hafa fenderar næstum farið inn úr gelcoat-inu.

Share this Post