Seglbretti

/ mars 6, 2009

Seglbrettasiglingar eru skemmtileg íþrótt sem sameinar atriði úr siglingum og brimbrettabruni. Hægt er að ná miklum hraða á brettinu (núverandi hraðamet á farkosti með segli var sett af manni á seglbretti) og samspilið við vindinn og ölduna gera seglbrettasiglingar bæði tæknilega og líkamlega krefjandi.

Í Nauthólsvík er frábær aðstaða til að æfa seglbrettasiglingar en gæta þarf að því að vera vel búinn. Þurrbúningur er skilyrði þar sem gera má ráð fyrir því að fara oft í sjóinn.

Brokey á nokkur seglbretti af Mistral-gerð sem eru gerð út frá félagsaðstöðunni í Nauthólsvík. Þetta eru létt bretti sem henta vel byrjendum. Mistral-brettin voru notuð á Ólympíuleikunum frá 1996 til 2004. Seglbrettaíþróttin átti sinn mesta uppgangstíma á Íslandi á 9. áratug 20. aldar en hefur nokkuð dalað síðustu ár.

Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á brokey@brokey.is.

1 Comment

  1. Góðan daginn

    Er möguleiki að þið viljið selja eitt seglbretti
    og einn þurrbúning fyrir 180 cm mann?

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>