Sérefni – Botnmálning

/ mars 28, 2007

{mosimage}
Nú þegar líður að sjósetningu er rétt að benda á verslunina Sérefni í Lágmúla 7, bakatil, ekið inn beint á móti Olís, reyndar alveg inn í horn, nánast jeppafæri yfir polla og klungur. Þar er verslunin og lætur lítið yfir sér. Þar fást vörur frá International. Allur skalinn frá harðri botnmálningu með Teflon, sleypiefni og latex fyrir þá sem langar til að fá það strax og allt niður í Cruising, sjálfslípandi botnmálningu eins og Dögun notar vegna þess að þeir vilja njóta þess lengur. Þar fást einnig efni á viðinn og fleira.

Share this Post