Sestur í helgan stein

/ apríl 16, 2008

{mosimage}

Þessi bátur gæti líklega sagt frá mörgu gæti hann talað. Nú hefur þessi öldungur skipt um hlutverk og fer vart aftur á sjó.
Hann hvílir lúnar spýtur fyrir framan safn Salvadors Dalí í bænum Cadaquez, nyrst í Katalóníu. Það er óhætt að mæla með ferð á þetta litla og skemmtilega safn í þessum litla og fallega bæ. Töluvert er um að Frakkar sigli þangað enda stutt „yfir landamærin“. Lítil sem engin bryggjuaðstaða er þarna þannig að skúturnar liggja vaggandi við ankeri úti á víkinni.

Share this Post