Síðasta þriðjudagskeppni ársins

/ september 8, 2009

Jæja, þá er þriðjudagskeppnum sumarsins lokið. Þetta er búið að vera sérstaklega gott sumar, þurrt og hlýtt og vel fallið til siglinga. Við viljum þakka góða og drengilega keppni og um fram allt skemmtilega.

Það verður að segjast að sá sem þetta skrifar náði ekki að ræða við keppendur eftir keppni til að afla fregna. Því verða myndirnar að tala sínu máli. Ef menn hafa skemmtilegar sögur að segja þá endilega að bæta þeim inn í athugasemdakerfið.

Aquariusar stýrðu keppni og voru fyndnir 

 

Eitthver vandræði voru um borði í Ögrun í hamborgara 1. Eitthver vandræði voru líka á Aquarius eftir einn hamborgara og hálfa pulsu og hættu þeir keppni.

 

Um borð í Dögun fór hreinlega allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis, mörg klúður sem menn muna hreinlega ekki eftir að hafa upplifað um borð í Dögun. Á endanum hætti Dögun keppni, einnig eftir einn hamborgara og hálfa pulsu. Ágætt að taka það út í einni keppni. 

 

Takið eftir að Xena hefur fengið nýjan kínverskan sponsor. Sá sem fyrstur getur uppá hvað hann heitir fær eitthvað Made in China í verðlaun.

 

Krókurinn flottur á stóra krúsingdallinum.

 

Rétt eftir start…

 

 

 

 

þeir

 

sem

 

ekki

 

þola

 

 

sjá

 

blóðdropa

 

stoppi

 

hér 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sést er þetta bara smá skráma sem var ekki þess virði að sauma, bara smá lím eins og á hverja aðra postulínsdúkku.  

 

Share this Post