Siglarar ársins

/ desember 29, 2007

{mosimage}

Heiða, Haraldur, Valgeir, og Sigríður.

Kayakmaður og kona ársins

Haraldur Njálsson Kayakklúbbi Reykjavíkur, hefur sýnt það á þessu ári að hann er er einn fremsti Kayakræðari landsins…


Hann keppti bæði í straumvatni og á sjókayak. Hann var meðal efstu manna í straumvatni og Íslandsmeistari á sjókayak.

Heiða Jónsdóttir Kayakklúbbi Reykjavíkur, hefur sannað það á þessu ári að hún á skilið útnefningu sem Kayakræðari ársins Hún var í 3 sæti í Íslandsmeistarakeppni í straumvatni og Íslandsmeistari á sjókayak.

Siglingamaður og kona ársins

Sigríður Ólafsdóttir Ými, hefur sýnt það á þessu ári að hún er ein besta siglingakona Íslands.

Þrátt fyrir að hafa farið seint af stað á sumrinu. Þá sýndi árangur hennar að siglingakunnaátta hennar er einstök. Hún blandaði sér alltaf í toppbaráttuna í siglingamótum ársins og skilaði sér meðal annars í 2. sæti á Íslandsmeistaramótinu í siglingum kjölbáta síðastliðið sumar.

Valgeir Torfason Nökkva, er meðal efnilegustu siglingamanna Íslands. Tók meðala annars þátt í smáþjóðaleikunum fyrir Íslands hönd og náði þar bestum árangri íslendinga, sýndi hann að hann gat lagað sig að nýjum aðstæðum og náð góðum árangri. Einnig vann hann Íslandsmeistara titilinn á Laser Radial síðastliðið sumar.

Share this Post