Sigling umhverfis Ísland

/ júlí 17, 2006

Til stendur að sigla umhverfis Ísland á þremur sólarhringum og setja met. Væntanlega eru menn að tala um eitthvað mótordrifið. Þetta er gert í tengslum við sýninguna í Gróttu sem allir eru búnir að sjá, er það ekki?

Eftirfarandi birtist á vefsíðu Siglingamálastofnunar:



Eiland – gjörningur í Gróttu

Laugardaginn 15. júlí nk. [síðastliðinn] opnar í Gróttu sýning listamanna sem hafa lagt undir sig eyjuna og stofnað þar nýlendu til sýningar á list sinni.


Nafn sýningarinnar er ekki misritun eða eins og segir á vefsíðunni www.eiland.is: „Fríríkið Eiland er ekki land heldur hugmynd, listaverk, gjörningur.“


Í nýlendunni verður byggðin skipulögð eins og var í Gróttu fyrir Básendaflóðin. Flóðin náðu að skola úr eiðinu þannig að nú vatnar yfir það á flóði en er þurrt á fjöru. Nafnið Eiland gæti því allt eins þýtt „ekki land“.


Þau sem sýna verk sín á sýningunni Eiland eru: Friðrik Örn Hjaltested, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Hrafnkell Sigurðsson og Ragnar Kjartanson.


Í tengslum við sýninguna er ætlunin að efna til siglingar í kringum landið á þremur sólarhringum og setja hraðamet til styrktar MS-sjúklingum. Ferðin á að hefjast í Gróttu og ljúka þar.


Sjá nánar vefsíðuna

www.eiland.is

Share this Post