Siglingafélagið Ýmir svikið einu sinni enn
Bannið börnunum að koma til mín og leyfið þeim það ekki. Er það sem kemur upp í hugann þegar nýjustu fréttir heyrast úr Kópavoginum. Nú standa allir sem einn á móti Siglingafélaginu Ými.
Kópavogsbær dregur lappirnar og þetta sumar virðist eiga að fara í vaskinn líka. Ekkert bólar á þeirri aðstöðu sem fyrir löngu er búið að lofa félaginu við Fossvoginn. Það eina sem gerist þar núna er nákvæmlega ekki neitt. Húsin og öll aðstaðan rifin, búin til einhver frímerkislóð í staðinn og félagið fær ekki einu sinni að nota hana. Ekkert bólar á húsnæði í stað þess sem rifið var.
Nú í dag var verið að koma fyrir bráðabirgðaaðsöðu fyrir barna og unglingastarfið í gámum við Kópavogshöfn og þá brjáluðust nágrannarnir.
Þeir eru svo sem þekktir þeir sem búa á hafnarsvæðinu í verbúðunum við hliðina á Eininga og steypustöðinni Borg. Síðast var það sementsryk, nú eru þeir brjálaðir yfir því að siglingaklúbburinn, mengunarlaus með öllu, sé þarna til bráðabirgða.
Það er kominn tími til að Ýmir fari að draga fram lögfræðinga til að siga á þá sem eiga hlut að máli. Það er komið út fyrir allan eðlilegan tímafrest að koma upp nothæfri aðstöðu. Ýmir hefur fyrir löngu öðlast hefðarrétt á því landi, aðstöðu og bátalægi sem það hafði. Verktakafyrirtækið Gunnar og Gylfi ásamt Gunnari Birgissyni og Bæjarstjórn Kópavogs verða nú að standa við orð sín og samninga og ganga frá aðtsöðu Siglingafélagsins án tafar.
Við hvetjum allt áhugafólk um siglingaíþróttina að beita sér í þessu máli.