Reykjavík – Akranes,
Umsjón: Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey og Sigurfari á Akranesi
Keppnin skiptist í þrennt: sigldur er einn leggur frá Reykjavík til Akraness föstudaginn, tæplega ellefu sjómílna leið, og síðan til baka sömu leið á sunnudaginn. Á laugardeginum er hafnarkeppni uppi á Skaga. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í einum flokki fyrir sigur fyrsta daginn og fyrir samanlagðan árangur. Keppnin veitir stig til Íslandsbikarsins og er opin öllum kjölbátum með gilda IRC-forgjöf.