Á Hátíð hafsins í Reykjavík stendur Brokey fyrir siglingakeppni á sundunum. Yfirleitt er siglingaleiðin sigld kringum eyjarnar og eftir baujum í Víkinni. Keppnin er því með svipuðu sniði og þriðjudagskeppnirnar og tekur 1-3 tíma. Keppnin er opin öllum kjölbátum. Veitt eru verðlaun í einum flokki fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.