Siglingaskóli í Nauthólsvík

Í kænuhóp Brokeyjar æfir öflugur hópur ungmenna kænusiglingar allt sumarið undir handleiðslu þjálfara. Hægt er að prufa og mæta í einn til tvo daga frítt. Vinsamlega sendið okkur póst á skraning@brokey.is eða í síma 895 1551 og athugið hvort það sé laust pláss fyrir prufu.

Við skráningu öðlast meðlimur rétt til æfinga og keppni á vegum Brokeyjar. Lágmarksaldur fyrir þátttöku er 9 ár. Allir iðkendur eru skráðir í Felix-kerfi ÍSÍ.

Gjaldskrá:

Æfingagjald og félagsgjald ………………………………………. 17.500
Bátaleiga, Optimist …………………………………………………. 20.000
Bátaleiga, Topper Topaz ………………………………………….. 15.000 x 2
Bátaleiga, Laser ………………………………………………………. 30.000

Kænusiglarar sem koma með eigin bát greiða aðeins æfinga- og félagsgjald.

Skráningarform:

Á eigin bát

Nota frístundakortið

fristundakortid_nytt_hvitt
Brokey er aðli að Frístundakorti Reykjavíkurborgar. Hægt er að greiða æfingagjöldin í gegnum Rafræna Reykjavík.
Brokey er aðili að Frístundagátt Kópavogs og hægt er að greiða æfingagjald í gegnum Íbúagáttina. Sjá nánar.

Um æfingarnar

Á æfingum er lögð áhersla á að öllum þátttakendum líði vel og að dagskrá námskeiðsins sé fjölbreytt, þroskandi og skemmtileg. Mikil áhersla er á öryggi þátttakenda og starfsfólks. Siglingar í Nauthólsvík eru háðar duttlungum veðurguðanna og því getur dagskráin tekið breytingum. Við förum samt út á sjó hvernig sem viðrar. Mikilvægt er að mæta stundvíslega því ef hópurinn er komin út á sjó er ekki víst að hægt sé að snúa við til að ná í þann sem er of seinn. Farið yfir helstu atriði siglinga, öryggisatriði og almenna sjómennsku. Þessi námskeið henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kennsla er samkvæmt námskrá Siglingasambands Íslands og miðast við að nemendur geti siglt kænu einir og með öðrum undir eftirliti að námskeiði loknu. Kennt er á eins- og tveggja manna kænur.

Tímasetningar

Hópur B: kl. 12:00 til kl. 16:00, mánudaga til föstudaga
Hópur A: kl. 16:00 til kl. 19:00, mánudaga til föstudaga
Þjálfari skiptir niður í æfingarhópa eftir getu hvers og eins.

Nesti

Allir eiga að mæta með vatnsbrúsa og nesti.

Öryggisbúnaður

Allir þátttakendur á námskeiðum fá björgunarvesti við hæfi. Þjálfari á öryggisbát fylgir nemendum þegar farið er út á sjó.

Við mælum með eftirfarandi fatnaði:

 • Jakki gjarnan vind- og vatnsheldur (t.d. venjulegur regnjakki)
 • Buxur gjarnan vind- og vatnsheldur (t.d. venjulegar regnbuxur)
 • Peysa gjarnan þykk flís/ullarpeysa
 • Buxur sniðugt er að vera í flís eða nælon íþróttabuxum. Helst ekki gallabuxur
 • Skór eða sandalar, en ekki stígvél því ef þau fyllast af vatni geta þau sokkið og týnst í sjónum
 • Síðermabolur t.d. ull eða gerviefni, ekki bómull
 • Síðar nærbuxur t.d. ull
 • Stuttermabolur t.d. æfingabolur úr glansefni, ekki bómull
 • Sokkar t.d. ullar- eða göngusokkar úr gerfiefnis- ullarblöndu. Séu börnin í góðum sokkum verður þeim minna kalt ef þau blotna í fæturnar
 • Einnig: húfa, vettlingar, handklæði, aukaföt.
 • Poki/taska fyrir blaut föt.

Blautgalli er ekki nauðsynlegur en mjög hentugur. Hægt er að fá blautgalla, blautskó og hanska sem henta í kænusiglingar hjá Hafsport (hafsport.is) og GG Sjósport (ggsport.is). Notuð föt er oft hægt að finna á Facebook-hópnum „Notaður siglingabúnaður“ og bland.is.

Athugið!

Mjög mikilvægt er að merkja öll föt með nafni og síma eigenda sinna þar sem nokkuð hefur verið um að föt gleymist.