Gæslubátanámskeið 2017

Gæslubátanámskeiðið er ætlað starfsfólki í kænustarfi Brokeyjar og foreldrum kænusiglara. Markmiðið er að kenna undirstöðuatriði í meðferð gæslubáta. Hugmyndin er að þátttakendur verði betur í stakk búnir til að aðstoða við þjálfun og keppni með því að manna öryggisbáta félagsins. Enginn fær að nota öryggisbáta félagsins sem ekki hefur sótt þetta eða sambærilegt námskeið.

Námskeiðið er haldið í eitt skipti [laugardaginn 6. maí 2017] ath. námskeiðið frestast. Það tekur einn dag. Hámarksfjöldi þátttakenda er 8.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri Sigluness í Nauthólsvík. Óttarr er RYA Powerboat Instructor.

Dagskrá

9:00-12:00: Farið yfir öryggisatriði, starfsreglur, persónulegan öryggisbúnað o.fl. Bátar skoðaðir og yfirfarnir fyrir sjósetningu. Farið yfir mikilvæg atriði sem þurfa að vera í lagi í bátnum fyrir sjósetningu.

  • Sjósetning.
  • Starta vél.
  • Siglingaæfingar.

12:00-13:00 Hádegishlé

13:00-15:00 Siglingaæfingar

15:00-16:00 Taka báta í land og ganga frá bátum. Farið yfir málin og gengið frá lausu endunum.

Skráning

Námskeiðsgjaldið er 15.000 kr. Hámarksfjöldi er 8.

Hef reynslu og/eða réttindi á vélbát