Siglingar um Adríahafið

/ nóvember 14, 2007

{mosimage}


Vinur okkar, Jón Ketilsson sendi okkur nokkrar línur um siglingar sem hann býður uppá í Adríahafinu. Eða eins og segir á vefsíðu hans:


Siglingar um Adríahafið eru með þeim vinsælli í heiminum. Er þá nú aðallega verið að tala um siglingar í Króatíu. Slóvenía bíður eiginlega bara upp á dagsiglingar sökum stuttrar strandlengju, eða sem upphafsstaður til Króatíu, eða Ítalíu. Einnig eru siglingar í Svartfjallalandi að verða vinsælar. Króatía hefur geypilega langa strandlengju og yfir 1000 eyjar til að skoða. Er þar mikil náttúrufegurð. Mikið af sérstökum stöðum er einungis hægt að sækja heim á bát. Einnig er gaman að leggjast að bryggju í gamalli virkisborg og njóta þess sem er þar á boðstólum. Veðurfar er afar gott þó ansi heitt geti orðið í júlí og ágúst.


Sjá nánar hér

Share this Post