Siglinganámskeið á kænu (+16)

Nýlega festi félagið kaup á þremur kænum af gerðinni RS-Quest sem eru góðar til að kenna börnum og fullorðnum að sigla kænu. Þessi námskeið fara fram í við aðstöðu félagsins í Nauthólsvík að Nauthólsvegi 100 og miðast námskeiðið við að hámarki 6 þátttakendur í einu.

Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði siglinga á kænu og miðast við byrjendur og lengra komna. Þátttakendur læra undirstöðuatriði siglinga, að seglbúa og sigla spennandi seglskútu.

Kennt er um helgar frá 10:00-13:00.

Skráning hér:  https://www.sportabler.com/shop/brokey

Meðal atriða sem verður farið yfir eru:

  • Stjórnun segla með tilliti til vindstefnu.
  • Að stýra eftir vindi
  • Meðhöndlun reipa og helstu hnútar.