Siglingaskólinn til sölu

/ nóvember 20, 2007

{mosimage}


Einn af hornsteinum siglinga á Íslandi er Siglingaskólinn hans Benna. Siglingaskólinn hefur verið órjúfanlegur hluti af Brokey. Námskeiðin hafa löngum verið í húsnæði félagsins og frá bryggjum þess. Þeir skipta orðið þúsundum sem hafa farið á hin ýmsu námskeið hjá honum. Nú er hins vegar komið að tímamótum því fréttst hefur að Benni ætli að taka því rólega og selja Siglingaskólann. Vonandi er einhver tilbúinn til að halda kyndlinum á lofti, stýra áfram þessum góða skóla og starfi og viðhalda tengslum við Brokey.

Share this Post