Sigurborg er Reykjavíkurmeistari kjölbáta 2015

/ október 11, 2015

Reykjavíkurmótið í siglingum kjölbáta samanstendur af 17 keppnum á þriðjudögum yfir sumarið en siglt er tvo til þrjá tíma í senn. Mótið var afar gott í sumar og tók fjöldi báta þátt eins og undanfarin ár. Svo fór að siglingarfélagarnir úr Ýmir í Kópavogi þeir Ásgeir, Dagur Hannes, Hjörtur, Jóhannes og Smári á Sigurborg unnu nauman sigur yfir áhöfninni á Ögrun sem var í öðru sæti og Dögun sem endaði þetta árið í þriðja sæti.
Verðlaunaafhending fór fram á „Lokabroki“ Siglingafélags Reykjavíkur – Brokey þann 10. október s.l.

Sigurborg 2015

Share this Post