Skamm! Skamm!

/ apríl 14, 2007

Í dag hafði félagið fengið rafvirkjameistara til að græja rafmagn á svæðinu í Gufunesi. Þegar sækja átti fjarstýringuna að hliðinu þá var hún ekki þar, sem er svo sem ekkert mál. Það hafði bara ekkert símanúmer verið skrifað á blaðið hjá þeim sem var með fjarstýringuna. Það var dýrt að láta rafvirkjameistarann bíða við hliðið, eftir því að einhver ætti leið um.

En þar fyrir utan þá er rafmagnstaflan tilbúin. Við hana eru sex svona bláir tenglar eins og eru á bryggjuni. Það á eftir að setja upp rafmagnsmæli fyrir okkur en vonandi reddast það í vikunni. Vonandi fæst þó rafmagn þótt…

mælirinn sé ekki kominn.

Þeir sem vilja fá sér rafmagn geta það með því að verða sér út um snúru sem nær að viðkomandi báti. Ef kapallinn er langur, uþb. 30m eða meira, hafið hann þá örugglega nógu sveran fyrir þá notkun sem við má búast (1,5 kvaðrat). Sjálfsagt er auðveldast að útbúa sér framlengingu á bryggjukapalinn sem maður á nú þegar.

Fjölmargir báteigendur voru að vinna í bátum sínum í dag í Gufunesi. Veðrið var yndislegt, svolítið hvasst, en skjól á svæðinu, sólskin og þægilegheit. Í viðræðum fréttaritara við formann félagsins barst meðal annars í tal hversu fallegt er þarna, fyrir utan verksmiðjurústirnar. Einnig var ákveðið að henda út bauju þarna til að geta farið fyrir á þriðjudögum.
Baujunni verður hent út þann 21. apríl, sem er eins og allir vita kranadagurinn, sem nálgast óðfluga.

Share this Post