Skemmtibátaskírteinis námskeiðið

/ október 15, 2008

Þess misskilinings virðist gæta að bóklega skemmtibátaskírteinis námskeiðið sem Brokey heldur sé bara fyrir félagsmenn. Þótt sagt sé í auglýsingunni að til standi að halda námskeiðið fyrir félagsmenn þá eru ALLIR VELKOMNIR. Það er nóg að þátttakandi sé í einhverju siglingafélagi og í raun í einhverju félagi sem er aðili að ÍSÍ. Þetta er bara smávægilegt lagalegt atriði sem við þurfum að uppfylla þar sem Brokey er íþróttafélag. Ef þátttakandi er ekki félagi, þá er hann bara skráður og getur skráð sig úr félaginu aftur eftir námskeiðið. Einfalt mál!

Share this Post