Fyrirlestur, kaffi og vöfflur hjá Snarfara

/ apríl 11, 2016

Næstkomandi sunnudag þann 17. apríl milli kl. 14:30 og 15:00 fer fram kynning á skemmtibátatryggingu frá sérfræðingi. Árni Sverrisson frá VÍS mætir hjá Snarfara og leiðir viðstadda um allan sannleiksnarfari-logoann um málið. Hvenær ertu tryggður og hvenær ekki? Hvað felst í þeim, hvað ekki og ýmislegt annað áhugavert. Fundargestir geta spurt að vild.
Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér helstu atriði skemmtibátatrygginga. Það er oft smátt smáaletrið í tryggingarskjölum og ýmsar bábiljur á sveimi um fyrirbærið. Í framhaldi af þessum 30 mínútna fundi verður þátttakendum boðið upp á heitt rjúkandi kaffi og vöfflur með rjóma og stultu. Frítt að sjálfsögðu og stjórnin sér um vöfflugerðina.

Félagsmönnum Siglingafélags Reykjavíkur – Brokey er boðin þátttaka.

Sjá nánar hér
Stjórn Snarfara

 

Share this Post