Skemmtileg keppni í frábæru veðri

/ júlí 10, 2007

{mosimage}

Það var ekki hægt að kvarta undan veðrinu. Vindur var reyndar dyntóttur. Það var Liljan sem bauð uppá skemmtilega braut, nokkurs konar öfugan Jóa með þríhyrningi í lokin. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir bátar verið saman á bauju eins og úti við Akureyjarrif. Það voru þar allir á sama tíma…
Þríhyrningurinn var um hið alræmda bráðabirgðadufl sem er á Engeyjarrifi. Duflið er á vitlausum stað og situr nánast á rifinu. Það var fremsti bátur, Aquarius sem fékk að kenna áðí og tók aðeins niðri á rifinu og soppuðu þau stutta stund, þó ekki nógu lengi til að tapa efsta sætinu. Hefðu gjarnan mátt sitja þarna 5 sekúndum lengur (sjá tímana). Þetta þýðir tvö strönd í kladdann hjá Aquariusi þetta sumarið. Þau ætla sér greinilega að taka alla bikara sumarsins.


Það var því ekki fært fyrir þessa villubauju. Það fór reyndar svo að þríhyrningurinn var klipptur af, keppnisstjórn hafði undirbúið sig vel og tekið millitíma fyrir þríhyrninginn.


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}

Share this Post