Skippers D’ Islande

/ júní 21, 2006

Allir bátar sem taka þátt í keppninni áttu að vera komnir í höfnina í Paimpol þann 17 júní. Þá er haldið upp á þjóðhátíðardag Paimpolbúa, sem eru kallaðir íslendingarnir í Frakklandi. Fram að starti fara fram skoðanir á bátunum og endurbætur eftir þörfum. Til dæmis að mála stýrið signalrautt og eins fermeters flöt á dekk bátsins. Þeir sem eiga eftir að fara á sjóslysavarnabjörgunarnámskeið gera það og svo er auðvitað djammað af miklum mætti.

Þann 24. júní er svo lagt í hann frá Paimpol, sem er á Bretagne skaganum á norðvestur hluta frakklands. Búast má við að skúturnar komi hingað um það bil átta dögum síðar. Mikil kynning verður á keppninni og ýmsu sem tengist franskri menningu og ætti ekki að fara fram hjá neinum hvað er að gerast.

Share this Post