Skippers D’ Islande

/ október 11, 2008

Frakkarnir koma næsta sumar og væntanlega hollendingar, belgar, þjóðverjar, englendingar ofl. ofl.
Hvernig á að koma fyrir öllum þeim stóru skútum sem búast má við, það verða væntanlega tugir báta.
Einhvernvegin rennur manni blóðið til skyldunnar og ég skellti saman smá hugmynd til að byrja að vinna útfrá. (Smella á read more).
{mosimage}

Einfaldasti og sjálfsagaðsti hlutinn er að færa gráu bryggjuna sem nú er öldubrjótur og setja hana þar sem rauða línan er. Það er jafn langt, 60 metrar.
Það er alveg sjálfsagt að nota þennan kant fyrir flotbryggju sem færist upp og niður á I bitum eins og við kaffivagninn. Þarna væri hægt að koma mörgum stórum skútum og bátum fyrir yfir mesta annatíma sumarsins. Þetta væri alltaf góður viðlegukantur, traustur og í skjóli.
Fá eitthvað almennilegt sem öldubrjót og skjól þar sem bláa línan er. Viðlegukantur fyrir samskonar bryggju eða eitthvað álíka þarf ekki að vera eins traust og Ingólfsgarðurinn sem er hannaður til að halda stórskipum.
Sé það rétt gert þá er hægt að leggja bátum á þann kant, þá bryggju líka.
Síðan mætti setja flotbryggju þar sem gula línan er, ef bryggja finnst einhversstaðar í það.
Landgangar þar sem grænu strikin eru.

Hvað finnst þér, segðu þína skoðun, við erum að fara í þessa skipulagningu þannig að nú er tækifæri til að segja hvað þér finnst.

Baldvin

Share this Post