Skólaskip Brokeyjar laskað

/ júlí 7, 2015

Því miður er óljóst með frekari námskeið á Sigurvon í sumar. Við urðum fyrir því óhappi að stýrið brotnaði af Sigurvon og er því félagið án skútu sem hentar til kennslu. Það er verið að vinna í því að smíða nýtt stýri, en ekki liggur enn fyrir hvenær það verður tilbúið. Ef til vill tekst okkur að fá annan bát til kennslunnar og er verið að skoða þau mál.

Við verðum því að fresta fyrirhuguðum námskeiðum sumarsins þar til bátamálin leysast.

Um leið og við höfum einhverjar fréttir af málinu verða þær settar á Brokeyjarvefinn og einnig á facebook-síðu félagsins.

Share this Post