Skúbb ársins

/ júní 14, 2007

Menn hafa mikið velt fyrir sér hvernig hægt er að kynna íþróttina betur. Helsta vandamálið er að fjölmiðlar hafa nákvæmlega engan áhuga á að fjalla um siglingar. Þótt Ameríkubikarinn sé margfalt vinsælli en Formúla 1 og fótbolti til…

samans, erlendis, þá er ekki svo hér á landi.

Þessi náungi hér,
Arnþór Ragnarsson,
var og er dálítill snillingur í þessu. Það voru bara sendar inn stuttar fréttir til fjölmiðla um allt sem gerðist. Fæst var birt, en sumt þó, sem skilaði ágætis fréttaflutningi af íþróttinni.

Við komumst hins vegar að því að við höfðum aldrei og höfum ekki enn glóru um hvað fjölmiðlar vilja og hvað ekki.

Eitt stóð þó uppúr: Þeir eru komnir niður á bryggju með allt liðið um leið og eitthvað kemur fyrir.

Til dæmis þegar tvö möstur brotnuðu í Lokakeppni Ýmis fyrir all nokkrum árum síðan. Þeim á Besta þótti ekkert tiltökumál að hafa brotið mastrið. Settu bara rassmótorinn í gang og sigldu í höfn skælbrosandi eftir ótrúlega skemmtilega siglingu. Mættu hjálparsveitarbát á leiðinni og vinkuðu þeim bara eins og maður gerir svo oft þegar skip mætast á sjó.

Á Sigurvon var eitthvað aðeins meira vesen og þeir fengu eitthverja hjálparsveit til að draga sig. Mótorinn var með eitthvað múður og vildi ekki vinna vinnuna sína. Þegar komið var til hafnar vantaði ekki viðbúnaðinn. Í roki og rigningu stóðu raðir fréttamanna, sjónvarpið og allir hinir.

Einhver hafði hringt í 112 til að fá drátt. Fréttin barst með ljóshraða af þessum tveim skútum sem voru í sjávarháska og… bingo allir komnir.

Hvorug áhöfnin lærði neitt af þessu, fóru ekkert varlegar á eftir eða neitt. En enginn lærði af skúbbinu heldur.

Sagan segir þó að þegar Sigurvon var að hringja í 112 þá var Besta að hringja í RUV.

Nú höfum við annað dæmi um fréttaskúbb sem er milljóna virði í birtingum. Það sem ég vil bara segja er þetta: Þegar eitthvað kemur fyrir, láttu þá vita af því.

Það virðist nokkuð ljóst að Ólafur Bjarni Bjarnason á heiðurinn af fréttaskúbbi ársins 2007, þar til eitthvað betra birtist.

Share this Post