Skúra, skrúbba, bóna

/ september 16, 2008

{mosimage}Það verður að segjast að Íslenskir aðalverktakar, verktakarnir við Ráðstefnu- og tónlistarhúsið brugðust fljótt og vel við þegar við bentum þeim á óþrifnaðinn sem hafði borist frá þeim. Þeir mættu með vaska sveit manna og þrifu alla báta hátt og lágt. Nú eru bátarnir hreinir og fínir, jafnvel hreinni en þeir hafa lengi verið…

Þeim fannst þetta afskaplega miður og ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Ef menn sjá einhverja bletti eða ummerki eftir þetta eru menn vinsamlegast beðnir um að koma athugasemdum hér á framfæri og þeir eru boðnir og búnir að leiðrétta það.

Share this Post