Skúta í Króatíu

/ júlí 31, 2013

Til sölu eru tveir hlutir í skútunni KASPA sem er 39 feta OCEAN (Bavaria) smíðuð í Grikklandi 1992. Hluturinn selst á kr 750 þúsund. Skrokkur skútunnar var yfirfarinn og uppgerður fyrir 4 árum og við það tækifæri var sett í hana nýtt gólf. Í skútunni er nýtt klósett og henni fylgir 6 manna björgunarbátur, uppblásin léttabátur með utanborðsmótor, GPS Garmin tæki með korti, ný siglingaljós og ýmis verkfæri. Skútan er staðsett í Milna á eyjunni Brac í Króatíu. Eigendur eru fimm talsins. Segl eru góð. Skútan er skráð á Íslandi og ber skráningarnúmerið 2562. Samkvæmt mælibréfi er hún 11,62 m á lengd og 3,66 m á breidd með NANNI, 25,28 ha vél.

Upplýsingar fást í síma 821-7305 eða í tölvupósti arnih@kopavogur.is og einar@ispolar.is

 


Share this Post