Skúta í (ó)skilum II

/ júlí 28, 2008

{mosimage}Eins og við bentum á hér fyrir stuttu, þá er/var skúta í óskilum á Höfn í Hornafirði. Nú hefur maður gefið sig fram og segist vera eigandi skútunnar skv. frétt í DV (mán. 28. júlí). Maðurinn er nafngreindur og heitir Jónas Árni Lúðvíksson. En sagan endar ekki þar…því skv. þjóðskrá er aðeins einn einstaklingur með þessu nafni, 29 ára. Ef nafnið er googlað kemur ennfremur í ljós að einstaklingur með þessu nafni er ákærður fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Sjá hér og hér.


Fram kemur í sömu frétt að hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra leiki grunur á að skútan, sem ber nafnið Ely heiti í raun Elysee og sé stolin. Henni hafi verið stolið frá Hollandi seint í september í fyrra. Lögreglan er í samskiptum við kollega sína í Hollandi og Belgíu og bíður staðfestingar.
Þetta er allt hið undarlegasta mál. Það skyldi þó ekki vera að hugarflug fréttaritara ætti við einhver rök að styðjast?
Í DV er haft eftir Jónasi að skútan sé til sölu.

Það er eitt atriði úr fyrri fabúleringum sem ekki rættist. (Meintur) eigandi gaf sig fram en gaf um leið allri sögunni byr undir báða vængi. Hvort það hafi verið skynsamlegt, hans vegna, að gefa sig fram mun tíminn leiða í ljós.

Við þorum varla að hafa nokkrar frekari getgátur í flimtingum og gerum orð Jónasar að okkar: „Ég óttast um mig og mína fjölskyldu.“

{mosimage}

Þessi skúta tengist málinu ekki á nokkurn hátt annan en þann að hér er um samskonar skútu að ræða.

Share this Post