Skútusali á Höfn

/ nóvember 22, 2007

Eins og flestir skútusiglarar vita hafa hafnaryfirvöld í Höfn í Hornafirði setið uppi með fjörtíu feta skútu síðan í haust. Hringt var í Brokey í leit að upplýsingum varðandi málið en við höfum lítið getað hjálpað enn sem komið er. Við höfum þó mynd af náunganum sem var að reyna að selja skútuna.
{mosimage}
Þessi mynd er úr myndasafni okkar.
Þessi atburður minnir…

okkur á hversu auðvelt það í raun getur verið að stela bátum og selja þá grunlausu heiðarlegu fólki.
Fyrir nokkrum árum birtist lögreglan í höfn nokkurri í Noregi og hífði fimmtán spíttbáta á land. Þeim hafði öllum verið stolið í Svíþjóð og seldir í Noregi. Það er víst heldur meira um þetta en ætla mætti. Það er því full ástæða fyrir fólk sem er að kaupa sér bát að fara mjög varlega þegar keyptur er bátur, hvort sem er spíttari eða skúta.

Share this Post