Slæm spá

/ september 8, 2012

Spáð er stífri norðanátt aðfaranótt mánudags og fram eftir degi. Við hvetjum ykkur til að huga að bátum og hafa frekar fleiri spotta en færri. Sérstaklega er þeim sem eru norðan megin á bryggjunni bent á að setja á bátinn spring og helst belg/fríholt milli báts og bryggju. Það er kominn sá tími að búast má við hverju sem er eða eins og Baldvin orðar það: Í september er annað hvort stormur eða logn.

Share this Post